Lífið er dýrt,dauðinn þess borgun drekkum í kvöld og iðrumst á morgun

Heimsoknir

mánudagur, 30. ágúst 2010

4 dagar /4 joursNaintré bærinn minn :D


ok sjeet þar eru 4 dagar í þetta Frakklands ævintýri og ég er í fyrst skipti að finna fyrir sjúkum spenningi...ég er bókstaflega með fiðrildi allan daginn allan tímann :D


Ég var að pakka niður öllu í gær og það er virkilega erfitt að troða lífi þínu, næstu tíu mánaða í tösku sem má bara vera 20 kg !
Það eru ekki bara föt, það eru gjafir og skólataska og og skóladót og já handboltaföt sem taka pláss ...en svo eru líka hlutir sem ég get ekki tekið með mér...rúmið mitt, vá ég á eftir að sakna þess og allar bækurnar mínar og vintage sófinn minn frá ömmu og Elvis klukkan mín sem er örugglega ein besta gjöf sem ég hef fengið, Anný Tinna á medalíu skilið fyrir þessa gjöf!
En ég kem aftur (vonandi) og ég hlakka ekkert smá til að hitta alla.

Systir Sandy sem heitir Fanny talar stundum við mig á facebook og þá tölum við bara saman á frönsku og ég sit sveitt með google translate og orðabókina að reyna setja saman setningar.Þær eru tvíburar og eiga afmæli bráðlega þannig að mér er strax boðið í eina veislu og hún sagði að allir væru voða spenntir að sjá mig og þá varð ég pínu stressuð og vona bara að ég geri ekki eitthvað vandræðalegt haha :D

Skólinn byrjar svo bara strax á mánudaginn og var ég að komast að því að það verða að minnsta kosti tveir aðrir skiptinemar í skólanum og örugglega fleiri en ég veit bara um þessar tvær sem eru frá Ítalíu og Ástralíu. Þannig að ég og Ester verðum allaveganna ekki einar og eg held að það séu alveg nokkuð margir skiptinemar á þessu svæði sem er bara fínt ;)

en núna tekur við spennings/stress biðtími! ótrúlegt ég man þegar það voru 4 mánuðir í þetta og núna eru það bara 4 dagar whuut!


Þangað til næst
A bienôt

Berglind :D