Lífið er dýrt,dauðinn þess borgun drekkum í kvöld og iðrumst á morgun

Heimsoknir

miðvikudagur, 21. júlí 2010

Bonjour chéries




Jæja ég heiti Berglind og er að fara sem skiptinemi til Frakklands 3 september. Það eru sex ár síðan ég ákvað að fara sem skiptinemi þannig að þetta hefur verið laaangur biðtími;D systir mín var fyrirmyndin mín þar sem hún fór til Dóminíska lýðveldisins en ég ákvað að fara aðra leið og eftir mikla umhugsun ákvað ég að velja Frakkland.

Ég fékk fjölskyldu í enda maí og hafði reyndar ekkert búist við fjölskyldu fyrr en seinna um sumarið þannig að þetta kom skemmtilega á óvart :D fjölskyldan mín er þannig að það eru mamma og pabbi og þau heita Sandy 26 ára og Fabien 31 ára.
Þau eru mjög ung en hafa þó tekið áður skiptinema en það var bara í 3 mánuði og ákváðu að taka aftur í ár sem sagt mig :) Það eru líka tveir hundar og tveir kettir á heimilinu þannig að það verður nóg af lífi :)
Ég verð í bæ sem heitir Naintre sem er lítill 5000 manna bær og er miðsvæðis í Frakklandi en rétt hjá honum er 50.000 manna bær Chatellerault þar sem ég verð í skóla og líklega að æfa handbolta.Þau eru einmitt bæði í bullandi handbolta og Fabien þjálfar líka.



Ég tala oft við Sandy á facebook og hún vill allt fyrir mig gera sem er æðislegt og ég hlakka svo til að fara og hitta þau.
Ég er líka búin að fá flugupplýsingarnar og ég flýg semsagt aðfaranótt 3. september kl 1.05 og lendi um morguninn í París. Þar verð ég um helgina í komunámskeiði AFS og held svo suður til fjölskyldunnar.
Nú er bara aðal málið að fara undirbúa mig og telja niður dagana ;)

Au revoir;*
Berglind

Engin ummæli:

Skrifa ummæli